Horfið á myndbandið til að sjá hvernig á að gefa Sileo®
1. Þrýstið á til að brjóta innsiglin.
2. Þrýstið á hnappinn og togið út til að opna.
1. NOTIÐ HANSKA
Notið ógegndræpa einnota hanska við meðhöndlun dýralyfsins og munngjafarsprautunnar.
2. HALDIÐ UM STIMPILINN
Haltu um stimpil munngjafarsprautunnar þannig að þú getir séð punktamerkingarnar.
3. SNÚIÐ HRINGNUM
Haltu stimplinum og snúðu hringnum í átt að sprautubolnum til að stilla á þann skammt sem dýralæknirinn ávísaði handa hundinum. Ekki toga í stimpilinn!
4. VELJIÐ SKAMMT
Staðsettu skömmtunarhringinn þannig að hliðin næst sprautubolnum nemi við merkið (svört lína) og réttur fjöldi punkta komi fram milli skömmtunarhringsins og sprautubolsins.
5. STAÐFESTIÐ SKAMMTINN
Gakktu úr skugga um að þú teljir punktana frá réttum hluta stimpilsins (sýndur með gulum lit) og að hringurinn nemi við kvörðunarmerkið (sýnt með gulri ör).
6. SÍÐARI SKAMMTAR
Til að gefa síðari skammta með sömu sprautu: Endurtakið fyrri skref „4. VELJIÐ SKAMMT“ og „5. STAÐFESTIÐ SKAMMTINN“ í leiðbeiningunum.
7. TOGIÐ ÞÉTT Í HETTUNA
Togaðu fast í hettuna meðan þú heldur í sprautubolinn. Athugaðu að hettan er mjög þétt (togaðu, ekki snúa). Geymdu hettuna til síðari notkunar.
8. SKAMMTAÐ Í KINN
Komdu enda munngjafarsprautunnar fyrir á milli kinnar og góms hundsins og þrýstu á stimpilinn þar til skömmtunarhringurinn fær stimpilinn til að stöðvast.
9. EKKI Á AÐ GLEYPA HLAUPIÐ
MIKILVÆGT: Ekki á að gleypa hlaupið. Ef hlaupið er gleypt er hugsanlegt að það hafi enga virkni.
10. AFTUR Í PAKKNINGUNA
Settu hettuna aftur á munngjafarsprautuna og komdu henni fyrir í ytri umbúðunum þar sem lyfið er viðkvæmt fyrir ljósi. Tryggðu að askjan sé vel lokuð. Geymið pakkninguna alltaf þar sem börn hvorki ná til né sjá. Fjarlægið og fargið hönskum.